23
ágú 12
Síðast uppfært: 05. júní 2013

Listamaðurinn

Listamaðurinn fæddist 9. janúar 1948 í Reykjanesbæ og hefur búið þar alla tíð.

Menntun og starfsvettvangur: Hann er menntaður húsasmíðameistari og hefur starfað sem slíkur alla tíð að fráskyldum sex árum sem framkvæmdastjóri hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Teiknikunnátta er listamanninum í blóði borin en hann hafði ekki stungið pensli í málningu fyrr en haustið 1997.

Hann fann sig strax í því og gekk í Félag myndlistamanna á Suðurnesjum og hefur notið tilsagnar ýmissa listamanna á þeirra vegum en þó lengst af hjá Reyni Katrínar.

Sýningar: Hann hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum á vegum Félags myndlistarmanna á Suðurnesjum

Fyrsta einkasýning hans var í Hitaveitu Suðurnesja árið 2002

Valinn Listamaður marsmánaðar í Reykjanesbæ 2003

Önnur einkasýning í Saltfisksetrinu - Grindavík árið 2003

Tók sér 5 ára hlé frá listinni, komin aftur í júlí 2009

Þriðja einkasýning í Kaffihúsinu NERO í Reykjanesbæ 2011

Opin vinnustofa Ljósanótt 2011

Einar Guðberg Gunnarsson

Pósthússtræti 1 - 701

230 Keflavík

Sími: 499-2100 / GSM 821-7200

Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.